Hann er ótrúlega skemmtilegur, daðrar við boltann og er að skemmta okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 10:00 Escobar í leik með Leikni. Vísir/Hulda Margrét Andrés Ramiro Escobar fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 2-0 sigri Leiknis Reykjavíkur á Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Kjartan Atli Kjartansson, og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Escobar gæfi mikið af sér og væri skemmtilegur áhorfs. „Frábærar 40 mínútur áður en hann var tekinn af velli. Við vorum að ræða hann fyrir leik Margrét Lára, þetta er leikmaður sem getur dansað með boltann og hann heldur varnarmönnum alltaf á tánum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Kólumbíumanninn. „Hann er ótrúlega skemmtilegur. Daðrar við boltann, hann er að skemmta okkur. Hann er að setja leikinn upp á hærra plan. Hann er að taka 40 metra sendingu niður á hælinn og boltinn drepst gjörsamlega fyrir framan hann,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Stúkunnar, um þennan skemmtilega leikmann. Sjá má móttökuna og fleira sem Escobar gerði í leiknum í spilaranum neðst í fréttinni. „Hann leyfir varnarmanninum að koma í sig því hann er öruggur og líður vel með boltann. Líður vel að taka menn á og dregur mikið til sín sem hjálpar mikið, losar til að mynda um Sævar Atla [Magnússon],“ bætti Margrét Lára við að endingu. Escobar þurfti því miður að fara af velli á 40. mínútu leiksins og við það minnkaði skemmtanagildið til muna. Leiknir var hins vegar komið í 2-0 á þeim tímapunkti og hélt þeirri forystu allt til leiksloka. Klippa: Manga Escobar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld. 19. júlí 2021 21:40 Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. 20. júlí 2021 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Frábærar 40 mínútur áður en hann var tekinn af velli. Við vorum að ræða hann fyrir leik Margrét Lára, þetta er leikmaður sem getur dansað með boltann og hann heldur varnarmönnum alltaf á tánum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Kólumbíumanninn. „Hann er ótrúlega skemmtilegur. Daðrar við boltann, hann er að skemmta okkur. Hann er að setja leikinn upp á hærra plan. Hann er að taka 40 metra sendingu niður á hælinn og boltinn drepst gjörsamlega fyrir framan hann,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Stúkunnar, um þennan skemmtilega leikmann. Sjá má móttökuna og fleira sem Escobar gerði í leiknum í spilaranum neðst í fréttinni. „Hann leyfir varnarmanninum að koma í sig því hann er öruggur og líður vel með boltann. Líður vel að taka menn á og dregur mikið til sín sem hjálpar mikið, losar til að mynda um Sævar Atla [Magnússon],“ bætti Margrét Lára við að endingu. Escobar þurfti því miður að fara af velli á 40. mínútu leiksins og við það minnkaði skemmtanagildið til muna. Leiknir var hins vegar komið í 2-0 á þeim tímapunkti og hélt þeirri forystu allt til leiksloka. Klippa: Manga Escobar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld. 19. júlí 2021 21:40 Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. 20. júlí 2021 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld. 19. júlí 2021 21:40
Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. 20. júlí 2021 08:00