Keppendur eru skimaðir daglega fyrir kórónuveirunni en í gær skilaði hinn tvítugi Julius Ssekitoleko sér ekki í skimun og er ekki vitað um afdrif hans síðan.
Ssekitoleko er frá Úganda og eru ýmsar kenningar á lofti varðandi brotthvarf hans en á hótelherbergi hans fannst bréf þar sem kom fram að hann myndi ekki vilja snúa aftur til heimalands síns.
Ugandan weightlifter missing as Japan marks week to Covid-hit Olympics
— Daily Monitor (@DailyMonitor) July 17, 2021
Julius Ssekitoleko, 20, left behind a note saying he wanted to find work, Japanese officials said.
Details https://t.co/WybtNmv2if#MonitorUpdates #MonitorSport
Ssekitoleko hefur ekki tryggt sér þátttökurétt á leikunum en var í æfingabúðum Úganda í borginni Osaka í Japan og átti bókað flug til heimalands síns næstkomandi þriðjudag.
Málið hefur vakið óhug en samkvæmt fjölmiðlum þar í landi er fullyrt að Ssekitoleko hafi keypt sér lestarmiða til Nagoya borgar í Japan.