Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2021 11:58 Sema Erla segist hafa rætt við sjónarvotta á vettvangi í gær. Einn þeirra segist hafa tekið myndband af aðgerðunum en lögreglumaður hafi tekið af honum símann og eytt myndbandinu. vísir Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. Útlendingastofnun tekur fyrir að aðgerðin hafi verið á þeirra vegum og vísar öllu á aðallögfræðing lögreglunnar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, mætti á staðinn í gær eftir að mennirnir höfðu verið handteknir. Þar ræddi hún við sjónarvotta um það sem þar hafði farið fram. Lokkaðir á staðinn í skipulegri aðgerð „Samkvæmt vitnum og þeim sem að þarna mættu þá voru þeir boðaðir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði til að nálgast bólusetningarskírteinin sín. En þegar þeir síðan mæta á staðinn þá verður þeim ljóst frekar fljótt að það er nú ekki alveg allt með feldu og gera tilraun til að yfirgefa bygginguna,“ segir Sema. „Þá er þeim í raun meinað að yfirgefa staðinn af starfsmönnum Útlendingastofnunar. Og stuttu seinna er lögregla mætt á staðinn.“ Hún segist hafa talið allavega fjóra merkta lögreglubíla, sjúkrabíl og slökkviliðsbíl og þá var sérsveitin mætt á ómerktum bílum. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ segir Sema. Mennirnir hafi bólusett sig í góðri trú og gert það til að vernda sig og aðra fyrir Covid-19. Þeir hafi ekki vitað að það ætti að vísa þeim úr landi um leið og þeir hefðu verið bólusettir og segjast ekki hafa fengið neinar fréttir af brottvísuninni fyrr en þeir mættu á staðinn. Lögreglan hafi eytt upptökum Erla segir að mennirnir hafi skiljanlega verið ósáttir með málið en þegar þeir sýndu lögreglu mótspyrnu var ráðist á þá af hópi lögreglumanna, eins og sést af myndum sem teknar voru á svæðinu í gær. Lögregla hafi meðal annars stuðað þá með rafbyssu til að yfirbuga þá. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun, með viðkomu í Svíþjóð. Sema segir að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) því vinnubrögð lögreglumanna á svæðinu hafi verið með öllu óboðleg: „Einn aðili tók myndir og myndbönd í gegn um hurðina af því sem þarna var að eiga sér stað. Sá aðili hefur sagt að lögregla hafi tekið af honum símann og eytt þeim gögnum sem hann tók upp. Og virðist þannig hafa verið að eyða sönnunargögnum um sitt framferði þarna inni. Það er náttúrulega eitthvað sem er ekki vitað til að lögregla hafi heimild til að gera. Og hefði sennilega ekki gert ef þarna hefðu verið aðrir en flóttamenn,“ segir Sema. Útlendingastofnun neitar að tjá sig Þá segir hún einnig að leitað verði til viðeigandi aðila til að tilkynna framferði Útlendingastofnunar í málinu. Verið sé að skoða í hvaða farveg sé best að fara með það mál. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, neitaði að koma í viðtal um málið þegar fréttastofa óskaði eftir því. Spurð hvort mennirnir hafi verið boðaðir af Útlendingastofnun til að sækja bólusetningarvottorð sitt neitar hún því. Hún bendir á að lögreglan sé einnig staðsett í húsnæðinu sem um ræðir og segir að aðgerðin hafi verið alfarið á vegum lögreglunnar. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Þegar hún er spurð hvort hún geti þá fullyrt að enginn starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið þátt í undirbúningi aðgerðarinnar eða atvikinu sjálfu segir hún að stofnunin ætli ekki að tjá sig um málið. Hvorki náðist í Helga Valberg, aðallögfræðing lögreglunnar, sem Þórhildur vísaði á né Guðbrand Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá stoðdeild sem sér um að framkvæma brottvísanir, við gerð fréttarinnar. Hafnarfjörður Palestína Grikkland Lögreglan Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Útlendingastofnun tekur fyrir að aðgerðin hafi verið á þeirra vegum og vísar öllu á aðallögfræðing lögreglunnar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, mætti á staðinn í gær eftir að mennirnir höfðu verið handteknir. Þar ræddi hún við sjónarvotta um það sem þar hafði farið fram. Lokkaðir á staðinn í skipulegri aðgerð „Samkvæmt vitnum og þeim sem að þarna mættu þá voru þeir boðaðir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði til að nálgast bólusetningarskírteinin sín. En þegar þeir síðan mæta á staðinn þá verður þeim ljóst frekar fljótt að það er nú ekki alveg allt með feldu og gera tilraun til að yfirgefa bygginguna,“ segir Sema. „Þá er þeim í raun meinað að yfirgefa staðinn af starfsmönnum Útlendingastofnunar. Og stuttu seinna er lögregla mætt á staðinn.“ Hún segist hafa talið allavega fjóra merkta lögreglubíla, sjúkrabíl og slökkviliðsbíl og þá var sérsveitin mætt á ómerktum bílum. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ segir Sema. Mennirnir hafi bólusett sig í góðri trú og gert það til að vernda sig og aðra fyrir Covid-19. Þeir hafi ekki vitað að það ætti að vísa þeim úr landi um leið og þeir hefðu verið bólusettir og segjast ekki hafa fengið neinar fréttir af brottvísuninni fyrr en þeir mættu á staðinn. Lögreglan hafi eytt upptökum Erla segir að mennirnir hafi skiljanlega verið ósáttir með málið en þegar þeir sýndu lögreglu mótspyrnu var ráðist á þá af hópi lögreglumanna, eins og sést af myndum sem teknar voru á svæðinu í gær. Lögregla hafi meðal annars stuðað þá með rafbyssu til að yfirbuga þá. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun, með viðkomu í Svíþjóð. Sema segir að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) því vinnubrögð lögreglumanna á svæðinu hafi verið með öllu óboðleg: „Einn aðili tók myndir og myndbönd í gegn um hurðina af því sem þarna var að eiga sér stað. Sá aðili hefur sagt að lögregla hafi tekið af honum símann og eytt þeim gögnum sem hann tók upp. Og virðist þannig hafa verið að eyða sönnunargögnum um sitt framferði þarna inni. Það er náttúrulega eitthvað sem er ekki vitað til að lögregla hafi heimild til að gera. Og hefði sennilega ekki gert ef þarna hefðu verið aðrir en flóttamenn,“ segir Sema. Útlendingastofnun neitar að tjá sig Þá segir hún einnig að leitað verði til viðeigandi aðila til að tilkynna framferði Útlendingastofnunar í málinu. Verið sé að skoða í hvaða farveg sé best að fara með það mál. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, neitaði að koma í viðtal um málið þegar fréttastofa óskaði eftir því. Spurð hvort mennirnir hafi verið boðaðir af Útlendingastofnun til að sækja bólusetningarvottorð sitt neitar hún því. Hún bendir á að lögreglan sé einnig staðsett í húsnæðinu sem um ræðir og segir að aðgerðin hafi verið alfarið á vegum lögreglunnar. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Þegar hún er spurð hvort hún geti þá fullyrt að enginn starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið þátt í undirbúningi aðgerðarinnar eða atvikinu sjálfu segir hún að stofnunin ætli ekki að tjá sig um málið. Hvorki náðist í Helga Valberg, aðallögfræðing lögreglunnar, sem Þórhildur vísaði á né Guðbrand Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá stoðdeild sem sér um að framkvæma brottvísanir, við gerð fréttarinnar.
Hafnarfjörður Palestína Grikkland Lögreglan Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33