Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2021 21:00 Gamli hverfiskjarninn við Kleppsveg fær nýtt hlutverk á næsta ári. Já.is/Samsett Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. Ný áætlun hljóðar upp á 989 milljónir króna en frumkostnaðaráætlun nam 623 milljónum. Reykjavíkurborg festi kaup á húsunum tveimur að Kleppsvegi 150-152 fyrir 436 milljónir og er því útlit fyrir að leikskólaplássin 120 kosti borgina alls 1,43 milljarða króna. Svipar kostnaðurinn nú til byggingar nýs leikskóla frá grunni. Hafi varað meirihlutann við Fyrirætlanir borgarinnar vöktu nokkra athygli þegar greint var frá þeim í nóvember en húsnæðið hýsti meðal annars kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu og var komið í nokkra niðurníðslu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að minnihlutinn hafi varað við því að um óvissuverð væri að ræða. Nýja áætlunin beri þess merki að húsið hafi ekki verið kannað áður en það var keypt. Fyrirhugað útlit svæðisins. Reykjavíkurborg „Það er farið af stað og húsnæði keypt, gert ráð fyrir að það kosti eitthvað ákveðið mikið að laga það og svo kemur í ljós að það er miklu meira og menn höfðu nú varað við því. Það hefði verið miklu betra að gera áætlun áður en þessu var lofað,“ er haft eftir Eyþóri í frétt Morgunblaðsins. Gagnrýnir Morgunblaðið Í umfjölluninni er staðhæft að áætlaður kostnaður sé með þessu farinn langt fram úr áætlun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafnar þessu alfarið og gefur lítið fyrir málflutning Eyþórs. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Dagur að áætlunin sem hafi nú verið lögð fram sé endanleg kostnaðaráætlun vegna verks sem sé ekki hafið. Í henni sé tekið mið af ástandi húsanna og kjallara og lagt mat á kostnað viðkomandi verkefnis í heild. Núverandi verklag geri ráð fyrir nánar sé farið yfir ástand og forsendur framkvæmda í svokallaðri kostnaðaráætlun II líkt þeirri sem um ræðir. „Fyrirsögn forsíðu-fréttar Morgunblaðsins er því ekki aðeins villandi heldur augljóslega röng, sem blasir við öllum sem þekkja til á svæðinu eða hafa kynnt sér gögnin sem lögð voru fyrir borgarráð,“ segir Dagur. Hann bætir við að meirihlutinn standi heilshugar með þessu verkefni, „þótt það kosti vissulega sitt.“ > Vanmátu óvissu Í minnisblaði Umhverfis- og skipulagssviðs segir að ýmislegt óvænt hafi komið í ljós við niðurrif og í hönnunarferlinu. Er óvissa sögð hafa verið verulega vanmetin í frumáætlun. „Nú er ljóst að ef húsnæði á að þjóna nýju hlutverki sínu á fullnægjandi máta sem öruggur og heilsusamlegur leikskóli þarf að nálgast verkefnið með öðrum og kostnaðarsamari hætti, en umfang og kostnaður verksins svipar til nýframkvæmdar.“ Er nú gert ráð fyrir að mikill viðbótarkostnaður falli til við að mæta nútímakröfu um bruna-, öryggis- og aðgengismál einkum hvað varðar kjallarann, en upprunalega stóð til að halda honum að mestu óbreyttum. Þá kemur tillaga arkitekta um metnaðarfulla andlitslyftingu húsnæðisins til viðbótar því sem talið var fram í frumkostnaðaráætlun. „Í ljós hefur komið verulegt sig á gólfplötum sem kallað hefur á rannsóknir og aðgerðir til styrkingar og afréttingar gólfa. Auk þess hefur þurft að bregðast við misræmi í gólfkóta,“ segir í minnisblaðinu. Yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhugaða endurgerð lóðar og aðkomu.Reykjavíkurborg Stefna á að hefja rekstur leikskólans í maí Borið hefur á leka frá þaki í öðru húsinu sem kallar á ítarlegar viðgerðir. Ekki hefur tekist að uppræta orsök lekans þrátt fyrir nokkrar skoðanir og tilraunir til viðgerða. Sömuleiðis er saga um leka- og rakavandamál í hinu húsinu sem kemur í veg fyrir hugmyndir um að nýta innra skipulag húsnæðis að mestu óbreytt. „Taka skal fram að frumáætlun vanmat kostnað við hönnun, umsjón og eftirlit, búnað, rafkerfi og lagnir, en umfang þessara liða hefur þó einnig aukist sökum ofangreindra ástæðanna. Ljóst er að óvissa í frumáætlun var verulega vanmetin í þessu verkefni,“ kemur fram í minnisblaðinu Gert er ráð fyrir að leikskóli geti hafið starfsemi á Kleppsvegi 151 í maí á næsta ári miðað við núverandi forsendur. Þá verði endurbótum á hinu húsinu, byggingu tengibyggingar og öðrum frágangi lokið í ágúst 2022. Verða leikskólaplássin hluti af leikskólanum Brákarborg.
Ný áætlun hljóðar upp á 989 milljónir króna en frumkostnaðaráætlun nam 623 milljónum. Reykjavíkurborg festi kaup á húsunum tveimur að Kleppsvegi 150-152 fyrir 436 milljónir og er því útlit fyrir að leikskólaplássin 120 kosti borgina alls 1,43 milljarða króna. Svipar kostnaðurinn nú til byggingar nýs leikskóla frá grunni. Hafi varað meirihlutann við Fyrirætlanir borgarinnar vöktu nokkra athygli þegar greint var frá þeim í nóvember en húsnæðið hýsti meðal annars kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu og var komið í nokkra niðurníðslu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að minnihlutinn hafi varað við því að um óvissuverð væri að ræða. Nýja áætlunin beri þess merki að húsið hafi ekki verið kannað áður en það var keypt. Fyrirhugað útlit svæðisins. Reykjavíkurborg „Það er farið af stað og húsnæði keypt, gert ráð fyrir að það kosti eitthvað ákveðið mikið að laga það og svo kemur í ljós að það er miklu meira og menn höfðu nú varað við því. Það hefði verið miklu betra að gera áætlun áður en þessu var lofað,“ er haft eftir Eyþóri í frétt Morgunblaðsins. Gagnrýnir Morgunblaðið Í umfjölluninni er staðhæft að áætlaður kostnaður sé með þessu farinn langt fram úr áætlun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafnar þessu alfarið og gefur lítið fyrir málflutning Eyþórs. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Dagur að áætlunin sem hafi nú verið lögð fram sé endanleg kostnaðaráætlun vegna verks sem sé ekki hafið. Í henni sé tekið mið af ástandi húsanna og kjallara og lagt mat á kostnað viðkomandi verkefnis í heild. Núverandi verklag geri ráð fyrir nánar sé farið yfir ástand og forsendur framkvæmda í svokallaðri kostnaðaráætlun II líkt þeirri sem um ræðir. „Fyrirsögn forsíðu-fréttar Morgunblaðsins er því ekki aðeins villandi heldur augljóslega röng, sem blasir við öllum sem þekkja til á svæðinu eða hafa kynnt sér gögnin sem lögð voru fyrir borgarráð,“ segir Dagur. Hann bætir við að meirihlutinn standi heilshugar með þessu verkefni, „þótt það kosti vissulega sitt.“ > Vanmátu óvissu Í minnisblaði Umhverfis- og skipulagssviðs segir að ýmislegt óvænt hafi komið í ljós við niðurrif og í hönnunarferlinu. Er óvissa sögð hafa verið verulega vanmetin í frumáætlun. „Nú er ljóst að ef húsnæði á að þjóna nýju hlutverki sínu á fullnægjandi máta sem öruggur og heilsusamlegur leikskóli þarf að nálgast verkefnið með öðrum og kostnaðarsamari hætti, en umfang og kostnaður verksins svipar til nýframkvæmdar.“ Er nú gert ráð fyrir að mikill viðbótarkostnaður falli til við að mæta nútímakröfu um bruna-, öryggis- og aðgengismál einkum hvað varðar kjallarann, en upprunalega stóð til að halda honum að mestu óbreyttum. Þá kemur tillaga arkitekta um metnaðarfulla andlitslyftingu húsnæðisins til viðbótar því sem talið var fram í frumkostnaðaráætlun. „Í ljós hefur komið verulegt sig á gólfplötum sem kallað hefur á rannsóknir og aðgerðir til styrkingar og afréttingar gólfa. Auk þess hefur þurft að bregðast við misræmi í gólfkóta,“ segir í minnisblaðinu. Yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhugaða endurgerð lóðar og aðkomu.Reykjavíkurborg Stefna á að hefja rekstur leikskólans í maí Borið hefur á leka frá þaki í öðru húsinu sem kallar á ítarlegar viðgerðir. Ekki hefur tekist að uppræta orsök lekans þrátt fyrir nokkrar skoðanir og tilraunir til viðgerða. Sömuleiðis er saga um leka- og rakavandamál í hinu húsinu sem kemur í veg fyrir hugmyndir um að nýta innra skipulag húsnæðis að mestu óbreytt. „Taka skal fram að frumáætlun vanmat kostnað við hönnun, umsjón og eftirlit, búnað, rafkerfi og lagnir, en umfang þessara liða hefur þó einnig aukist sökum ofangreindra ástæðanna. Ljóst er að óvissa í frumáætlun var verulega vanmetin í þessu verkefni,“ kemur fram í minnisblaðinu Gert er ráð fyrir að leikskóli geti hafið starfsemi á Kleppsvegi 151 í maí á næsta ári miðað við núverandi forsendur. Þá verði endurbótum á hinu húsinu, byggingu tengibyggingar og öðrum frágangi lokið í ágúst 2022. Verða leikskólaplássin hluti af leikskólanum Brákarborg.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26
Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48