Vinir mínir eru ekki skrímsli Hans Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 „Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar MeToo Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun