Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 18:52 Allison Mack á leið úr dómsal í New York í dag, ásamt móður sinni Mindy Mack. AP/Mary Altaffer Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00