Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 08:01 Ólafur Örn Ólafsson er einn eigenda Kaffi Ó-le. Kaffi Ó-le Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira