Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 23:01 Lögmaður fyrirtækis forsetans fyrrverandi segir Trump ekki eiga von á ákæru. Í það minnsta ekki í þessari viku en það gæti gerst seinna meir. AP/Tony Dejak Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04