Ryðjum heimatilbúnum hindrunum úr vegi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun