Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 23:33 Kaupin ganga ekki í gegn nema að þau verði samþykkt á hluthafafundi Icelandair. vísir/vilhelm Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“ Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“
Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira