Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 13:04 Már Wolfgang Mixa, hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir ný viðmið Seðlabankans óskiljanleg. arnar/einar Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að bankinn muni hér eftir birta fasta lánstímavexti alla viðskiptadaga fyrir klukkan ellefu. Þetta er gert með það fyrir stafni að eyða þeirri óvissu sem hefur ríkt á lána- og fasteignamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem féll í síðasta mánuði. Vaxtaviðmiðunum er ætlað að liggja til grundvallar verðtryggðum lánum. Umræddir lánstímavextir sýni reiknaða vexti verðtryggðra og óverðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa fyrir þrjú tímabil. Tvenns konar fastir lánstímavextir verði birtir á ársgrundvelli, annars vegar Par-vextir og hins vegar eingreiðsluvextir. Par-vextir sem sýna á hverjum degi hvaða vexti og ávöxtunarkröfu ný vaxtagreiðslubréf ríkissjóðs til 3, 5 og 10 ára myndu bera ef þau væru gefin út þann daginn á pari, þ.e. á verðinu 100. Þessir vextir sýna í raun hvaða fjármögnunarkostnaði ríkissjóður stendur frammi fyrir til valinna lokagjalddaga á hverjum degi, og nefnast einnig fastir lánstímavextir ríkisskuldabréfa. Á ensku er þetta þekkt sem „Constant Maturity Treasury (CMT)“. Eingreiðsluvextir sem sýna hver ávöxtunarkrafa nýrra ríkisskuldabréfa með engar vaxtagreiðslur væri ef þau væru gefin út þann daginn til fasts lánstíma til 3, 5 og 10 ára. Unnt er að nota þessa vexti m.a. til að núvirða framtíðargreiðsluflæði. Viðskiptabankarnir skoða nú hvernig þeir geti nýtt þessi nýju viðmið. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir með öllu óvíst hvort vaxtaviðmið takist ætlunarverk sitt að eyða óvissunni á lánamarkaði. „Ég hefði viljað hafa þetta einfaldara. Ég sé ekki að margir skilji þessi viðmið og minn skilningur á þessum dómi um daginn var að viðmiðin ættu að vera skýr. Það lægi miklu beinna við að miða einfaldlega við einhverja skuldabréfaflokka í staðinn fyrir einhvers konar vaxtakúrfu sem er erfitt fyrir flesta að átta sig á.“ Neytendur njóti ekki góðs af flóknu fyrirkomulagi. Nefnir hann sem dæmi að vaxtaviðmiðið miði við fastan lánstíma til þriggja, fimm og tíu ára. „Og eins og ég skil þetta, bæði fyrir verðtryggt vaxtaróf og óverðtryggt. Í mínum huga væri miklu einfaldara fyrir hinn almenna neytenda að það væri einfaldlega eitt vaxtaviðmið fyrir verðtryggða flokkinn og eitt vaxtaviðmið fyrir óverðtryggða. Síðan gætu fjármálastofnanir haft meira eða minna álag miðað við lengd lána og þá væri auðveldara fyrir neytendur að gera samanburð. Eins og staðan er í dag, þá er þetta mjög erfitt.“ Að auki bendir hann á að miðað sé við kaupgengi í lok hvers dags sem veldur því að vaxtaviðmiðið verði örlítið hærra en það þyrfti að vera. „Kaupgengið er með hærri ávöxtunarkröfur en síðustu viðskiptaviðmið. Með því að miða við kaupgengi sem er inni, þá munar afskaplega litlu en það munar einhverjum brotum og prósentum þannig að vaxtaviðmiðið verður hærra,“ segir hann og bætir við: „Kaupverðið er lægra þá almennt en síðasta viðskiptagengi og þetta er svolítið eins og að vega salt. Sá mismunur endurspeglast í hærri ávöxtunarkröfu á kaupgenginu.“ Hann ítrekar að mikilvægt sé að sjá hvað næstu dagar og vikur beri í skauti sér. Hann segir viðmiðin einnig taka til of stuttra tímabila. Betra væri að miða við lengstu flokka verðtryggðra og óverðtryggðra flokks því þeir endurspegli betur betur vaxtastig íbúðalána án álags. Mögulega hafi þó Seðlabankinn góð rök fyrir þessari leið og kallar Már eftir því að fá að fólk fái að heyra þau. „Aftur, ég hefði viljað sjá einfaldari útfærslu á þessu til að tryggja að óvissan sé ekki til staðar.“ Vaxtamálið Seðlabankinn Lánamál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að bankinn muni hér eftir birta fasta lánstímavexti alla viðskiptadaga fyrir klukkan ellefu. Þetta er gert með það fyrir stafni að eyða þeirri óvissu sem hefur ríkt á lána- og fasteignamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem féll í síðasta mánuði. Vaxtaviðmiðunum er ætlað að liggja til grundvallar verðtryggðum lánum. Umræddir lánstímavextir sýni reiknaða vexti verðtryggðra og óverðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa fyrir þrjú tímabil. Tvenns konar fastir lánstímavextir verði birtir á ársgrundvelli, annars vegar Par-vextir og hins vegar eingreiðsluvextir. Par-vextir sem sýna á hverjum degi hvaða vexti og ávöxtunarkröfu ný vaxtagreiðslubréf ríkissjóðs til 3, 5 og 10 ára myndu bera ef þau væru gefin út þann daginn á pari, þ.e. á verðinu 100. Þessir vextir sýna í raun hvaða fjármögnunarkostnaði ríkissjóður stendur frammi fyrir til valinna lokagjalddaga á hverjum degi, og nefnast einnig fastir lánstímavextir ríkisskuldabréfa. Á ensku er þetta þekkt sem „Constant Maturity Treasury (CMT)“. Eingreiðsluvextir sem sýna hver ávöxtunarkrafa nýrra ríkisskuldabréfa með engar vaxtagreiðslur væri ef þau væru gefin út þann daginn til fasts lánstíma til 3, 5 og 10 ára. Unnt er að nota þessa vexti m.a. til að núvirða framtíðargreiðsluflæði. Viðskiptabankarnir skoða nú hvernig þeir geti nýtt þessi nýju viðmið. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir með öllu óvíst hvort vaxtaviðmið takist ætlunarverk sitt að eyða óvissunni á lánamarkaði. „Ég hefði viljað hafa þetta einfaldara. Ég sé ekki að margir skilji þessi viðmið og minn skilningur á þessum dómi um daginn var að viðmiðin ættu að vera skýr. Það lægi miklu beinna við að miða einfaldlega við einhverja skuldabréfaflokka í staðinn fyrir einhvers konar vaxtakúrfu sem er erfitt fyrir flesta að átta sig á.“ Neytendur njóti ekki góðs af flóknu fyrirkomulagi. Nefnir hann sem dæmi að vaxtaviðmiðið miði við fastan lánstíma til þriggja, fimm og tíu ára. „Og eins og ég skil þetta, bæði fyrir verðtryggt vaxtaróf og óverðtryggt. Í mínum huga væri miklu einfaldara fyrir hinn almenna neytenda að það væri einfaldlega eitt vaxtaviðmið fyrir verðtryggða flokkinn og eitt vaxtaviðmið fyrir óverðtryggða. Síðan gætu fjármálastofnanir haft meira eða minna álag miðað við lengd lána og þá væri auðveldara fyrir neytendur að gera samanburð. Eins og staðan er í dag, þá er þetta mjög erfitt.“ Að auki bendir hann á að miðað sé við kaupgengi í lok hvers dags sem veldur því að vaxtaviðmiðið verði örlítið hærra en það þyrfti að vera. „Kaupgengið er með hærri ávöxtunarkröfur en síðustu viðskiptaviðmið. Með því að miða við kaupgengi sem er inni, þá munar afskaplega litlu en það munar einhverjum brotum og prósentum þannig að vaxtaviðmiðið verður hærra,“ segir hann og bætir við: „Kaupverðið er lægra þá almennt en síðasta viðskiptagengi og þetta er svolítið eins og að vega salt. Sá mismunur endurspeglast í hærri ávöxtunarkröfu á kaupgenginu.“ Hann ítrekar að mikilvægt sé að sjá hvað næstu dagar og vikur beri í skauti sér. Hann segir viðmiðin einnig taka til of stuttra tímabila. Betra væri að miða við lengstu flokka verðtryggðra og óverðtryggðra flokks því þeir endurspegli betur betur vaxtastig íbúðalána án álags. Mögulega hafi þó Seðlabankinn góð rök fyrir þessari leið og kallar Már eftir því að fá að fólk fái að heyra þau. „Aftur, ég hefði viljað sjá einfaldari útfærslu á þessu til að tryggja að óvissan sé ekki til staðar.“
Vaxtamálið Seðlabankinn Lánamál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira