Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:07 Kirkjurnar tvær brunnu til kaldra kola í gærmorgun. Getty/Andrew Francis Wallace Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. Gærdagurinn var hátíðisdagur fólks af frumbyggjaættum (e. National Indigenous People‘s Day) og telur lögregla að einhver tengsl séu milli þess og brunanna. Kirkjurnar tvær, Sacred Heart kirkjan og St. Gregorys kirkja voru reistar fyrir meira en hundrað árum síðan og skilja um 40 kílómetrar þær að. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að eldfimir vökvar hafi verið notaðir til að kynda eldana. Önnur kirkjan er á landi Pentiction frumbyggjaþjóðarinnar og hin á landi Osoyoos þjóðarinnar. Lönd þjóðanna tveggja eru tæpum 100 kílómetrum frá bænum Kamloops, þar sem líkamsleifar 215 barna af frumbyggjaættum fundust grafnar við heimavistarskóla í maí. Þúsundir barna af frumbyggjaættum voru sendar í slíka skóla á 19. og 20. öld og var tilgangur skólanna að afmá menningu barnanna og alaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og þeim var meinað að tala eigin tungumál. Skólarnir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, kaþólsku kirkjunni meðtalinni. Lögreglan í Penticton greindi frá því að lögreglumaður hafi orðið var við eld í annarri kirkjunni um klukkan eitt á aðfaranótt mánudags, að staðartíma, en þegar hann hafi komið að kirkjunni hafi hún staðið í ljósum logum. Tveimur klukkutímum síðar hafi lögreglu í Oliver borist tilkynning þess efnis að kviknað væri í hinni kirkjunni. Kanada Trúmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Gærdagurinn var hátíðisdagur fólks af frumbyggjaættum (e. National Indigenous People‘s Day) og telur lögregla að einhver tengsl séu milli þess og brunanna. Kirkjurnar tvær, Sacred Heart kirkjan og St. Gregorys kirkja voru reistar fyrir meira en hundrað árum síðan og skilja um 40 kílómetrar þær að. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að eldfimir vökvar hafi verið notaðir til að kynda eldana. Önnur kirkjan er á landi Pentiction frumbyggjaþjóðarinnar og hin á landi Osoyoos þjóðarinnar. Lönd þjóðanna tveggja eru tæpum 100 kílómetrum frá bænum Kamloops, þar sem líkamsleifar 215 barna af frumbyggjaættum fundust grafnar við heimavistarskóla í maí. Þúsundir barna af frumbyggjaættum voru sendar í slíka skóla á 19. og 20. öld og var tilgangur skólanna að afmá menningu barnanna og alaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og þeim var meinað að tala eigin tungumál. Skólarnir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, kaþólsku kirkjunni meðtalinni. Lögreglan í Penticton greindi frá því að lögreglumaður hafi orðið var við eld í annarri kirkjunni um klukkan eitt á aðfaranótt mánudags, að staðartíma, en þegar hann hafi komið að kirkjunni hafi hún staðið í ljósum logum. Tveimur klukkutímum síðar hafi lögreglu í Oliver borist tilkynning þess efnis að kviknað væri í hinni kirkjunni.
Kanada Trúmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43