Síðustu mánuðir hafa einkennst af skorti á hátíðarhöldum og, myndu sumir segja, almennum leiðindum. Það hefur því eflaust verið mörgum kærkomið að geta farið um höfuðborgarsvæðið þar sem margt var að sjá og gera á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Hér að neðan gefur að líta lítið sýnishorn af því sem um var að vera í Reykjavík og Kópavogi í tilefni af 17. júní í dag.








