Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, gat ekki sagt mikið meira um slysið þegar Vísir náði tali af honum. Verið væri að vinna í málinu og von væri á tilkynningu frá lögreglunni innan skamms.
Slysið varð á tólfta tímanum í morgun.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var síðan kölluð út í annað sinn á fimmta tímanum í dag til að sækja einstakling í Stykkishólm vegna veikinda. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi gæslunnar, hafði ekki upplýsingar um líðan þess sem var sóttur þar.