Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júní 2021 08:01 Tojo í fullum skrúða fyrir utan japanska þingið. AP/Charles Gorry Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent