Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:08 Chow gengur hér í gegn um mannmergðina sem safnaðist fyrir utan fangelsið sem henni var sleppt úr í dag. Getty/Geovien So/ Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15