Arðvæðing óheillaspor Drífa Snædal skrifar 11. júní 2021 14:11 Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun