Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 20:02 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent