Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 20:02 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira