Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:43 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur. Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur.
Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40