Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 18:05 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira