Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 20:01 Hverinn gýs á tíu til tuttugu mínútna fresti. Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni. „Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Tjá sig loksins um Gufunesmálið Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
„Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Tjá sig loksins um Gufunesmálið Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira