Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 23:48 Ljóst er að danska ríkisstjórnin hefur vitað af málinu án þess að upplýsa um það. Angela Merkel er ein þeirra sem njósnað var um. getty/Omer Messinger Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins. Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins.
Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08
Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30