Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 23:09 Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar