Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 23:01 Fyrirtæki Trump er til rannsóknar í New York. Það er sagt hafa ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna eftir því sem hentaði hverju sinni. Vísir/EPA Saksóknari í New York hefur kvatt saman ákærudómstól sem verður mögulega falið að meta hvort tilefni sé til að gefa út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, eða öðrum stjórnendum fyrirtækis hans. Þetta er sagt benda til þess saksóknari telji líkur á að glæpur hafi verið framinn. Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Víðtæk rannsókn umdæmissaksóknarans á Manhattan á Trump-fyrirtækinu hefur staðið yfir í meira en tvö ár. Hún er meðal annars sögð beinast að viðskiptaháttum fyrirtækisins áður en Trump var kjörinn forseti og hvort að það hafi átt við verðmat á eignum til að svindla á fjármála- og tryggingafyrirtækjum og til að komast hjá skattgreiðslum. Einnig er rannsóknin ná til greiðslna fyrirtækisins til háttsettra starfsmanna, þar á meðal Ivönku Trump, dóttur fyrrverandi forsetans. Washington Post hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að ákærudómstóll hafi verið kallaður saman. Slíkir dómstólar eru nokkurs konar kviðdómur sem tekur afstöðu til þess hvort að tilefni sé til að gefa út ákærur. Blaðið segir að það að saksóknarinn hafi kallað dómstólinn saman bendi bæði til þess að rannsóknin sé langt á veg komin og að saksóknarinn telji sig hafa fundið vísbendingar um glæp. Ekkert liggur þó fyrir um að saksóknarinn hyggist leggja mögulegar ákærur fyrir ákærudómstólinn. Hann gæti allt eins nýtt sér hann til að gefa út stefnur um gögn sem varða rannsóknina. Hvorki talsmenn saksóknarans né Trump-fyrirtækisins vildu tjá sig um málið við blaðið. Trump hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu og fullyrt að rannsóknir á sér eigi sér pólitískar rætur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira