Íslenski boltinn

Kári Árna­son dregur sig úr lands­liðs­hópnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Árnason ku hafa dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki nú í lok maí og byrjun júní.
Kári Árnason ku hafa dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki nú í lok maí og byrjun júní. EPA-EFE/Tibor Illyes

Guðmundur Benediktsson fullyrti nú í kvöld að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason hefði dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem á að mæta Mexíkó, Færeyjum og Póllandi á næstu dögum.

Kári Árnason spilaði allan leikinn er Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Fylki á heimavelli í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára var Kári samt í nýjasta landsliðshópi Íslands og stefndi allt í að hann myndi leika sinn 90. landsleik nú á næstu dögum.

Heimildir Guðmundar eru réttar. Kári staðfesti í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik að hann hefði dregið sig úr landsliðshópnum. Það er því ljóst að Kári nær ekki 90. landsleiknum núna á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×