Kári Árnason spilaði allan leikinn er Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Fylki á heimavelli í Pepsi Max deild karla í kvöld.
Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára var Kári samt í nýjasta landsliðshópi Íslands og stefndi allt í að hann myndi leika sinn 90. landsleik nú á næstu dögum.
Heimildir Guðmundar eru réttar. Kári staðfesti í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik að hann hefði dregið sig úr landsliðshópnum. Það er því ljóst að Kári nær ekki 90. landsleiknum núna á næstu vikum.