Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:30 Aliphine Tiliamuk fagnar hér eftir að hún tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Það var í febrúar í fyrra en síðan þá hefur hún eignast sitt fyrsta barn. Getty/Kevin C. Cox Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. „Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira