Borgarlínan og Plusbus í Álaborg Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa 22. maí 2021 09:00 Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun