Þetta var þriðji gróðureldurinn sem kviknaði á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tveir mismunandi eldar kviknuðu í Breiðholti fyrr í dag.
Þar kviknuðu eldarnir í skógi vöxnu svæði en þrátt fyrir það gekk slökkvistarf vel.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.