Fyrri hálfleikur langbesta frammistaða Víkings undir minni stjórn Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson og hans menn hafa byrjað tímabilið afar vel. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega kampakátur eftir að hafa stýrt Víkingum upp í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta með frábærum 3-0 sigri gegn Breiðabliki. Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira