Lloyd starfaði á ferli sínum meðal annars með leikstjórunum Alfred Hitchcock, Orson Welles og Charlie Chaplin og lék einnig lengi í læknaþáttunum St Elsewhere.
Lloyd lék einnig í myndinni Trainwreck frá árinu 2015 sem skartaði Amy Schumer í aðalhlutverki, en þar fór hann með hlutverk önugs eldri borgara á hjúkrunarheimili.
Á ferlinum lék Lloyd meðal annars í mynd Chaplins, Limelight, og mynd Hitchcocks, Saboteur, frá árinu 1942.
Í seinni tíð birtist hann svo meðal annars í myndunum Dead Poets Society og The Age of Innocence. Þá fór hann með hlutverk Dr Daniel Auschlander í sex þáttaröðum af læknaþáttunum St Elsewhere.
Margir hafa minnst Lloyd, meðal annars Judd Apatow sem leikstýrði myndinni Trainwreck, leikkonan Rosanna Arquette og leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller.
What a career. From Welles to Apatow. #RIP Norman Lloyd. https://t.co/sDCRpgeXgt
— Ben Stiller (@RedHourBen) May 11, 2021
Oh Norman Lloyd you were so kind to me when I was a kid starting out may you Rest In Peace dear man.
— rosanna arquette (@RoArquette) May 11, 2021