Nei, ráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:00 Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun