Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi Margrét Valdimarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:31 Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar