Innrás söngtifanna: Billjónir skordýra skríða upp á yfirborðið eftir sautján ár neðanjarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 21:39 Söngtifa skríður upp úr jörðinni í Maryland í Bandaríkjunum. Söngtifurnar eru yfirleitt um þrír sentímetrar að stærð, þó þær líti ef til vill út fyrir að vera stærri á myndinni. AP/Carolyn Kaster Á næstu dögum munu billjónir söngtifa skríða upp úr jörðinni í Bandaríkjunum til að þroskast, makast, og koma fyrir eggjum. Þegar eggin klekjast skríða afkvæmin ofan í jörðina, eingöngu til þess að koma aftur upp á yfirborðið sautján eða þrettán árum síðar. Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021 Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Tímalengdin fer eftir því hvaða tegund söngtifa er að ræða en þær eru sjö. Samkvæmt National Geographic er vitað um fimmtán árganga söngtifa í Bandaríkjunum og sá sem er að koma upp á yfirborðið þessa dagana kallast „Brood X“ og er hann á austurströnd Bandaríkjanna. Brood X eru meðal stærstu söngtifa sem vitað er um. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við hafa verið við rannsóknir í Maryland og áætla að þar megi finna um milljón söngtifur á hverri ekru (rúmlega fjögur þúsund fermetrar). Í einni lítilli skóflustungu, fundu þau sjö söngtifur. Hér má sjá útskýringarmyndband AP fréttaveitunnar. Dýrin skríða upp úr jörðinni þegar hún verður tæplega 18 gráðu heit og er það að gerast fyrr núna en áður vegna veðurfarsbreytinga. Þá eru tilteknir staðir þar sem jörðin er heitari en annarsstaðar og er ekki vitað með vissu hvenær söngtifurnar skríða upp úr jörðinni í massavís, þó margar þeirra hafi þegar fundist víða. The video speaks for itself! More cicadas have emerged on the University of Maryland College Park campus. Are you ready to experience the deafening hum of billions of cicadas in the next two weeks? pic.twitter.com/XWim1gu1ZK— CicadaCrewUMD (@CicadaCrewUMD) May 5, 2021 Þegar söngtifurnar koma upp úr jörðinni leggja þær mikið kapp á að komast frá jörðinni. Þær skríða upp allt sem er í boði og þá helst tré. Þar kalla karldýrin af miklum látum eftir maka. Heppnist það þarf að verpa eggjum og oftar en ekki deyja dýrin svo í kjölfarið. Þetta ferli gerist hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið sem skráð er í sögubækurnar var í Massachusetts árið 1634. Þá héldu strangtrúaðir innflytjendur að engisprettuplága eins og þær sem nefndar eru í gamla testamentinu væri að skella á. Tonight may be the night. Tons emerging in the yard. pic.twitter.com/uUcBU6pXOM— Tim Pfeiffer (@Tim_Pfeiffer) May 5, 2021
Bandaríkin Dýr Skordýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira