Stærðarmunur á forsetahjónum vekur furðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 15:01 Myndin sem vakti kátínu og furðu netverja, frá vinstri: Jill Biden, Jimmy Carter, Rosalynn Carter og Joe Biden. Hvíta húsið/Carter-miðstöðin Mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, og Rosalynn eiginkonu hans, hefur vakið mikla furðu og kátínu á samfélagsmiðlum. Á henni virðast Biden-hjónin eins og risar við hlið Carter-hjónanna en allt á það sér þó einfaldari skýringar. Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021 Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021
Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira