Örorka og afkoma Atli Þór Þorvaldsson skrifar 30. apríl 2021 20:28 Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar