Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 19:37 Óánægja norðurírskra sambandssinna með stöðu sína eftir Brexit varð Arlene Foster að falli sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi DUP. Hún lætur af embætti í sumar. AP/Liam McBurnley Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra. Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra.
Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira