Erlent

Berni­e segir fæðingar­or­lof á Ís­landi að­eins 13 vikur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bernie Sanders virðist ekki hafa unnið heimavinnuna nógu vel.
Bernie Sanders virðist ekki hafa unnið heimavinnuna nógu vel. Getty/Drew Angerer

Bernie Sanders, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir bandarísk stjórnvöld fyrir að hafa ekki tryggt foreldrum fæðingarorlof. Ber hann þar saman fæðingarorlofsréttindi foreldra í ýmsum löndum, þar á meðal Íslandi, og virðist ekki hafa kynnt sér málið nógu vel.

„Vikur af greiddu fæðingarorlofi sem vinnandi fólk fær,“ skrifar hann og þylur svo upp löndin.

„Bretland: 39, Írland: 26, Ástralía: 18, Danmörk: 18, Finnland: 17,5, Kanada: 17, Frakkland: 16, Sviss: 14, Ísland: 13, Bandaríkin: NÚLL,“ skrifar forsetaframbjóðandinn fyrrverandi.

Weeks of paid maternity leave offered to workers: : 39 : 26 : 18 : 18 : 17.5 : 17 : 16 : 14 : 13 :...

Posted by Bernie Sanders on Saturday, April 24, 2021

Íslendingar reka kannski margir upp stór augu við að sjá þetta en foreldrar á Íslandi eiga rétt á 12 mánaða, eða 52 vikna, fæðingarorlofi, sem þeir geta skipt sín á milli.

Þá hafa einhverjir skrifað í athugasemd undir færslunni leiðréttingu á fullyrðingum Sanders. 

Í Danmörku hafa foreldrar einnig rétt á 52 vikna fæðingarorlofi sem þeir skipta sín á milli, eins og hér á landi. Í Finnlandi á hvert foreldri fyrir sig rétt á 33 vikna fæðingarorlofi frá og með þessu ári.

Í Kanada getur móðir tekið allt að 15 vikna fæðingarorlof en hefur leyfi til að framlengja því upp í allt að 69 vikur.

Sanders virðist aðeins hafa rétt fyrir sér hvað Bretland, Írland, Ástralíu, Frakkland og Sviss varðar en þar fá mæður greitt fæðingarorlof í 39, 26, 18, 16 eða 14 vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×