Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:09 Moskítónet eru ein helsta forvörnin gegn malaríusmiti. Talið er að 409 þúsund hafi látist úr sjúkdómnum árið 2019. Getty/Ann Johansson Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30
Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39