Sitja landsmenn við sama borð? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 19. apríl 2021 18:01 Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar