Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2021 20:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur birtir á heimasíðu sinni í dag. Þar segir hann málið vera úr flokki „nýaldarstjórnmála“ og stjórnvöld hafi tekið upp „orðskrípið afglæpavæðing“, sem að hans mati sé ein róttækasta lögleiðing fíkniefna sem fyrirfinnst. „Frumvarp ríkisstjórnarinnar er upprunið hjá pírötum eins og heilbrigðisráðherra játar og píratarnir þreytast ekki á að minna á. Það er því svo komið að ríkisstjórn Vg, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur tekið að sér að innleiða stefnu sem píratar geta kynnt sem alheimsmet á næsta heimsþingi anarkista,“ skrifar Sigmundur. Að hans mati eigi fíkniefni að vera ólögleg, því þannig séu skilaboðin að þau séu hættuleg. Ef refsingar yrðu afnumdar fyrir neysluskammta myndu ungmenni „ekki hika við að mæta með slík efni í samkvæmi“ en sjálfur hafi hann orðið var við slíkt í núverandi lagaumhverfi. „Með lögleiðingu fíkniefna eru stjórnvöld í raun að gefa leyfi til að prófa. Í ótal samkvæmum á námsárunum og á ólíkum vinnustöðum varð ég aldrei var við eiturlyf. Eflaust voru þau stundum skammt undan en fólk var ekki að flíka þeim vegna þess að þau voru ólögleg.“ Heilbrigðismál Fíkn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur birtir á heimasíðu sinni í dag. Þar segir hann málið vera úr flokki „nýaldarstjórnmála“ og stjórnvöld hafi tekið upp „orðskrípið afglæpavæðing“, sem að hans mati sé ein róttækasta lögleiðing fíkniefna sem fyrirfinnst. „Frumvarp ríkisstjórnarinnar er upprunið hjá pírötum eins og heilbrigðisráðherra játar og píratarnir þreytast ekki á að minna á. Það er því svo komið að ríkisstjórn Vg, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur tekið að sér að innleiða stefnu sem píratar geta kynnt sem alheimsmet á næsta heimsþingi anarkista,“ skrifar Sigmundur. Að hans mati eigi fíkniefni að vera ólögleg, því þannig séu skilaboðin að þau séu hættuleg. Ef refsingar yrðu afnumdar fyrir neysluskammta myndu ungmenni „ekki hika við að mæta með slík efni í samkvæmi“ en sjálfur hafi hann orðið var við slíkt í núverandi lagaumhverfi. „Með lögleiðingu fíkniefna eru stjórnvöld í raun að gefa leyfi til að prófa. Í ótal samkvæmum á námsárunum og á ólíkum vinnustöðum varð ég aldrei var við eiturlyf. Eflaust voru þau stundum skammt undan en fólk var ekki að flíka þeim vegna þess að þau voru ólögleg.“
Heilbrigðismál Fíkn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira