Telur ósennilegt að Reykvíkingar muni finna mikinn mun Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 20:00 Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir boðaða lækkun hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar mikla afturför sem lengja muni ferðatíma Reykvíkinga. Samgönguverkfræðingur telur hins vegar að áhrif á ferðatíma verði hverfandi. Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“ Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“
Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00
Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11