Telur ósennilegt að Reykvíkingar muni finna mikinn mun Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 20:00 Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir boðaða lækkun hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar mikla afturför sem lengja muni ferðatíma Reykvíkinga. Samgönguverkfræðingur telur hins vegar að áhrif á ferðatíma verði hverfandi. Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“ Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“
Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00
Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11