Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2021 09:06 Karen tók við starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar í september 2018. Aðsend Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. „Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28