Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:31 Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Stjórnsýsla Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun