Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 20:37 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu. Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur. Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira