Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 20:37 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu. Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur. Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira