NBA dagsins: Westbrook með svakalega metþrennu í sigri Galdrakarlanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 15:01 Russell Westbrook var í miklum ham gegn Indiana Pacers. getty/Katherine Frey Russell Westbrook hefur náð fjölmörgum þreföldum tvennum á ferlinum en engri eins og í leik Washington Wizards og Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt. Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31