Nýir tímar kalla á nýjar reglur Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 30. mars 2021 14:01 Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Pétur Marel Jónasson Hinsegin Blóðgjöf Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar