Nýir tímar kalla á nýjar reglur Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 30. mars 2021 14:01 Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Pétur Marel Jónasson Hinsegin Blóðgjöf Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun