Kerfisbreyting – betri vinnutími Sandra B. Franks skrifar 25. mars 2021 14:59 Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun